Erlent

Fær stuðning Washington Post

Hið áhrifaríka dagblað, Washington Post, hefur lýst yfir stuðningi á demókratanum John Kerry í framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Að sögn blaðsins var valið erfitt en Kerry hafði vinninginn vegna þeirra leiða sem hann kýs að fara í mörgum stefnumálum sínum. Gagnrýndi það jafnframt George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseta, fyrir utanríkisstefnu sína. Dagblaðið The New York Times hafði áður lýst yfir stuðningi við Kerry auk þess sem samtök múslima hafa ákveðið að styðja hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×