Erlent

Bush enn með 2% forskot

Bush Bandaríkjaforseti hefur áfram um tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnum Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Hvorugur frambjóðendinn nær þó helmings fylgi; Bush er með fjörutíu og átta prósent og Kerry með fjörutíu og sex. Hlutfall óákveðinna hefur hins vegar snarminnkað og er nú aðeins fjögur prósent. Af óákveðnum eru aðeins tuttugu prósent á því að til greina komi að kjósa Bush á ný.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×