Innlent

Bilun í sjálfvirkum símsvara

Bilun í gagnagrunni Þjónustuvers Símans gerði það að verkum að frá því á föstudag áttu viðskiptavinir í miklum erfiðleikum með að ná í þjónustunúmerið 800 7000 og lá símsvörun niðri um tíma á föstudagskvöldið. Aðfaranótt laugardags var gert við til bráðabirgða þannig að hægt væri að sinna lágmarksþjónustu. Hægt er að hringja í þjónustunúmerið, en ekki velja sig sjálfvirkt áfram. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að kallaður hafi verið út aukamannskapur til að sinna svörun, en gat ekki sagt til um hvenær búist væri við að viðgerð lyki. Hún benti á að einnig mætti senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið 8007000@siminn.is.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×