Erlent

Bush stendur höllum fæti

Bush Bandaríkjaforseti stendur höllum fæti í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, þó að fylgi þeirra Kerrys sé því sem næst jafnt á landsvísu. Þetta er mat sérfræðings AP-fréttastofunnar. Það er aðeins ein vinnuvika eftir af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum og nánast vonlaust að sjá hvort frambjóðandinn hefur betur. Trevor Tompson, sérfræðings AP-fréttastofunnar, segir mjög lítið hafa breyst. Fyrir hálfum mánuði hefði Kerry aukið fylgi sitt eftir kappræðurnar og hann hefði haldið í það. Bush hefði hins vegar komið í veg fyrir að hann gæti aukið það enn meira. Tompson segir baráttuna vera í járnum en það séu margar tölur sem líti ekki vel út fyrir sitjandi forseta. „56% líklegra kjósenda segja að landið stefni í ranga átt og 52% eru óánægð með störf forsetans. Þetta eru ekki þægilegar tölur fyrir sitjandi forseta á síðustu vikum kosningabaráttunnar,“ segir Tompson.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×