Erlent

Kerry með nær helmings fylgi

John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka. Flestar kannanir síðustu daga hafa sýnt nokkurra prósentustiga forskot Bush, oft innan skekkjumarka. Samkvæmt könnun Quinnipiac-háskóla sem birt var í gær hefur Bush 48 prósenta fylgi í Flórída en Kerry nýtur stuðnings 47 prósenta kjósenda.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×