Erlent

Mismunandi aðferðir Bush og Kerrys

George Bush og John Kerry eru enn hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnun Reuters og Zogby sem gefin var út í dag. Aðeins tvær vikur eru til kosninga og er öllu tjaldað til í baráttunni um hvert einasta atkvæði. Stjórnmálaskýrendur segja aðferðir Bush og Kerrys við atkvæðasmölun nokkuð ólíka á síðustu metrunum. Á meðan Kerry geri allt til þess að ná til óákveðinna kjósenda með málamiðlunum, einbeiti Bush sér að því að virkja þá kjósendur sem þegar styðja Repúblikanaflokkinn og fá þá til þess að kjósa. Ráðgjafar hans telja bakland flokksins það stórt að nóg sé að ná öllum repúblikönum á kjörstað en ekki þurfi að leggja sig í líma við að ná til óákveðinna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×