Innlent

Besti vefurinn tilnefndur

Val á besta íslenska vefnum stendur þessa dagana yfir vegna Íslensku vefverðlaunanna sem veitt verða í fjórða sinn föstudaginn 29. október. Hægt er að tilnefna vefi til miðnættis annað kvöld á vef Vefsýnar. Verðlaun verða veitt í fimm flokkum; besti fyrirtækisvefurinn, besti afþreyingarvefurinn, besti einstaklingsvefurinn, í flokki vefja sem viðkomandi telur bera af hvað varðar útlit- og viðmót og að lokum er hægt að tilnefna besta íslenska vefinn. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin í lok mánaðarins, en að verðlaununum standa Vefsýn hf. og ÍMARK. Verðlaunin eru styrkt af Íslandsbanka og ISNIC.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×