Erlent

Al-Sadr fer hvergi

Átök brutust út í íröksku borginni Najaf í morgun, sjötta daginn í röð. Viðlíka átök hafa verið í sjítahverfum í fleiri borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad, þar sem sprengja sprakk í vegkanti í morgun. Leiðtogi uppreisnarmanna, sjítaklerkurinni Moqtada al-Sadr, sagðist í gær ekki draga sína menn frá Najaf, þrátt fyrir að forsætisráðherra íröksku framkvæmdastjórnarinnar hefði krafist þess í fyrradag. Myndin var tekin af al-Sadr í gær.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×