Sport

Jóhannes Karl laus frá Betis

Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er laus allra mála frá spænska liðinu Real Betis. Hann hefur átt í viðræðum við félagið um starfslok og í dag var tilkynnt að samningi hans við félagið hefði verið rift með gagnkvæmum vilja og að hann gæti farið hvert sem hann vildi á frjálsri sölu. Jóhannes Karl gekk til liðs við Real Betis sumarið 2001 fyrir fimm milljónir punda frá hollenska liðinu RKC Wallwijk en náði aldrei að festa sig í sessi hjá félaginu. Hann var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa seinni hluta tímabilsins 2002-2003 og var síðan í láni hjá Wolves í úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×