Viðskipti innlent

Útboð vegna eldsneytiskaupa

Fyrir dyrum stendur fyrsta útboð Ríkiskaupa vegna kaupa á eldsneyti og olíum til handa Landhelgisgæslunni og Hafrannsóknastofnuninni samkvæmt rammasamningakerfi ríkisins. Þessi útgjaldaliður hefur reynst einna kostnaðarsamastur ríkisfyrirtækjanna enda olíu- og bensínverð há hér á landi. Sérstaklega hefur þetta háð Landhelgisgæslunni sem gripið hefur til þess ráðs að leggja einu skipi sínu í því skyni að spara fjárútgjöld vegna eldsneytiskaupa. Ennfremur hefur stofnunin gripið tækifærið þegar skip þess eru fyrir austan land að koma við í Færeyjum og fylla tanka skipa sinna enda talsverður kostnaðarmunur. Engin samantekt er til um hversu oft slíkt á sér stað en óvíst er hvort tekið verður fyrir þessa iðju þegar núverandi útboði lýkur. Tilboðin verða opnuð í byrjun næsta mánaðar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×