Viðskipti innlent

Líflausasti dagurinn í tvö ár

Gærdagurinn var líflausasti dagur á gjaldeyrismarkaði í tæp tvö ár eða síðan 28. ágúst 2002. Engin viðskipti voru gerð á millibankamarkaði með gjaldeyri ef frá eru talin ein viðskipti Seðlabankans um morguninn sem voru liður í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Þetta kemur fram í „Morgunkorni“ Íslandsbanka.  Kyrrstaðan er sögð vera í takti við þróun síðustu mánaða þar sem umtalsvert hefur dregið úr veltu á gjaldeyrismarkaðinum. Þannig hefur meðalveltan verið 3,4 milljarða króna á dag það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra var hún 4,8 milljarða kr. Veltan það sem af er ári hefur því verið rétt ríflega tveir þriðju hlutar þess sem hún var á sama tímabili í fyrra. Þessu til viðbótar hefur flökt krónunnar verið umtalsvert minna það sem af er þessu ári samanborið við árið í fyrra. Reyndar hefur flökt krónunnar ekki mælst jafn lítið yfir jafn langan tíma frá því að krónan var sett á flot snemma árs 2001. Gengi krónunnar hefur verið að sveiflast á fremur þröngu bili og hefur á þann mælikvarða aukinn stöðugleiki einkennt gengisþróunina. Þetta er af hinu góða og til þess fallið að að skapa innlendu efnahagslífi hagstæðari skilyrði vaxtar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×