Erlent

Þjálfun NATO á Írökum samþykkt

Tillagan um að Atlantshafsbandalagið veiti írökskum hermönnum þjálfun var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í Istanbúl í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni NATO, James Appathurai. Ágreiningur er þó enn milli Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja um það hversu viðamikil þátttaka bandalagsins í þessari þjálfun verður og hvorki Frakkar né Þjóðverjar ætla að senda hermenn til Íraks. Þeir vilja heldur taka þátt í að þjálfa írakska hermenn annars staðar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×