Innlent

Kosningar í dag

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×