Viðskipti innlent

Neysluútgjöld heimilanna hækka

MYND/Vísir
Neysluútgjöld heimilanna hækkuðu um rúm 52% frá árinu 1995 til 2002. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 25%. Meðalneysluútgjöld heimilanna í landinu eru um 3,5 milljónir króna ár hvert, eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Hagstofunnar. Er þá miðað við 2,68 einstaklinga á heimili en sú tala var 2,82 einstaklingar árið 1995 og hefur því lækkað. Hlutfall matar og drykkjarvöru í heimilisútgjöldum hefur minnkað, úr rúmum 17% í tæp16%, en hlutur húsnæðis, hita og rafmagns hefur hækkað; var tæp 18% af heildarútgjöldum árið 2000 en var ríflega 20% árið 2002. Þrátt fyrir aukna samkeppni á símamarkaði er hlutfall símaþjónustu sá þáttur sem hefur stækkað mest í útgjöldum heimilanna. Er það aðallega vegna þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á farsímanotkun síðustu ár.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×