Erlent

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu

George Bush forseti Bandaríkjanna hyggst bjóða Norður-Kóreumönnum aðstoð af einhverju tagi gegn ýmsum ströngum skilyrðum, þar á meðal að hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Viðræður um kjarnorkumál Norður-Kóreu hefjast í Peking í dag og munu Rússar, Kínverjar, Japanar og Suður-Kóreumenn einnig taka þátt í þeim og bjóða Norður-Kóreumönnum að senda þeim olíu mánaðarlega. Að auki munu Bandaríkjamenn lofa því að ráðast ekki, að svo komnu í það minnsta, inn í Norður-Kóreu til að steypa þar stjórn einræðisherrans Kims Jong-il af stóli. Þrátt fyrir að menn séu óvenju vongóðir er hermt að hvorki Bandaríkjamönnum né stjórnvöldum Norður-Kóreu sé sérstaklega umhugað að ljúka viðræðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×