Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Fram í mánuð | Þórsarar í frjálsu falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Indriði Áki lagði upp bæði mörk Fram í kvöld.
Indriði Áki lagði upp bæði mörk Fram í kvöld. vísir/eyþór
Þrjú mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós þegar Fram og Þór áttust við í Laugardalnum í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í 13. umferð og höfðu heimamenn betur, 2-1.

Þetta var langþráður sigur fyrir Frammara sem unnu síðast leik fyrir mánuði síðan.

Leikurinn var aðeins nokkurra sekúndna gamall þegar Orri Gunnarsson kom Fram yfir eftir sendingu frá Indriða Áka Þorlákssyni.

Indriði var aftur á ferðinni á 17. mínútu þegar hann lagði upp annað mark Fram fyrir Gunnlaug Hlyn Birgisson.

Frammarar misstu Alex Frey Elísson af velli með rautt spjald á 63. mínútu en Þórsurum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.

Óskar Jónsson, lánsmaður frá Breiðabliki sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Þór, fór sömu leið og Alex Freyr á 86. mínútu. Jóhann Ingi Jónsson sýndi honum þá rauða spjaldið fyrir að sparka í Arnar Svein Geirsson.

Gunnar Örvar Stefánsson minnkaði muninn í 2-1 á fimmtu mínútu í uppbótartíma en nær komust Þórsarar ekki. Lokatölur 2-1, Fram í vil.

Þetta var fimmta tap Þórs í röð en liðið er í frjálsu falli eftir gott gengi framan af tímabili.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net og fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×