Lífið

Fyrsta myndlistarsýning Ladda

Freyr Bjarnason skrifar
Laddi hefur verið að dunda við að búa til myndir í frítíma sínum. Fréttablaðið/GVA
Laddi hefur verið að dunda við að búa til myndir í frítíma sínum. Fréttablaðið/GVA
Grínistinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og eiginkona hans Sigríður Rut Thorarensen opna sýna fyrstu myndlistarsýningu á morgun.

Ein myndanna eftir Ladda sem verður á sýningunni um helgina.
Að sögn Ladda ákváðu þau að halda sýninguna vegna fjölda áskorana. „Við vorum að sýna eitthvað af þessum myndum á Facebook og eftir það vorum við mönuð upp í þetta,“ segir hann.

Um er að ræða alls kyns akrílteikningar og nokkur olíumálverk. Tvær myndanna gerðu Laddi og Sigríður í sameiningu en hinar gerðu þau hvort í sínu lagi, enda eru þau með ólíkan stíl. „Ég er meira í fígúrum, andlitum og svoleiðis,“ segir Laddi. „Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum og erum búin að vera að dunda við þetta í frístundum,“ bætir hann við.

Sýningin verður opnuð í Heimahúsinu, Ármúla 8, kl. 16 á morgun og stendur hún yfir fram á sunnudag. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×