Lífið

Fylgstu með í beinni: Ísland stefnir í úrslitakeppni Eurovision

Bjarki Ármannsson skrifar
Áfram María!
Áfram María! Vísir
Annað undanúrslitakvöld Eurovision-söngvakeppninnar fer fram í Wiener Stadhalle í Austurríki í kvöld. María Ólafsdóttir flytur fyrir hönd Íslands lagið Unbroken og á möguleika á því að tryggja Íslendingum sæti í úrslitakeppninni næsta laugardag, en það yrði í áttunda skiptið í röð sem Ísland kemst í úrslit.

Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Youtube-vef Eurovision. Útsending byrjar klukkan sjö og verður María sú tólfta í röðinni af sautján atriðum.

Sjá einnig: Sænski flytjandinn bræddi íslensku kvenþjóðina

Umræðan á Twitter er sjaldan virkari hérlendis en akkúrat á Eurovision-kvöldum og hér fyrir neðan má sjá nýjustu tístin um keppnina, búningana og frammistöðurnar hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×