Lífið

Fullkomið fyrir steggjanir og partí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jón Andri segir ganga einstaklega vel að leigja út fótboltaspilið.
Jón Andri segir ganga einstaklega vel að leigja út fótboltaspilið. vísir/vilhelm
?Þetta er alveg glænýtt en við erum að byrja hægt og rólega að leigja þetta út,“ segir Jón Andri Helgason, aðalstarfsmaður Skátalands, um nýjasta tæki landsins. Það er svokallað „Human Foosball“ eða mennskt fótboltaspil sem felst í því að tvö lið halda fast um stangir og spila fótbolta án þess að mega hreyfa annað en fæturna.

„Þetta er fullkomið fyrir steggjanir, partí eða afmæli,“ segir Jón Andri og bætir við að þessi skemmtun sé ekkert hættulegri en venjulegur fótbolti eða íþróttir almennt.

„Við höfum fengið rosalega góðar viðtökur. Ég sá þetta bara þegar ég var að panta hoppkastala fyrir sumarið og ákvað að slá til,“ segir Jón Andri og segir lítið mál að færa tækið inn í hús þegar veturinn bankar á dyr.

„Það er ekkert mál að fara með þetta inn í íþróttahús ef maður vill gera eitthvað nýtt og prófa eitthvað aðeins öðruvísi.“

Starfsmenn Sagafilm og Luxor leigðu tækið um daginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×