Lífið

Frumsýnt á Vísi: Gefa út nýja smáskífu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Sveitin gefur út sína fyrstu breiðskífu í september.
Sveitin gefur út sína fyrstu breiðskífu í september. Mynd/HildurErnaSigurjónsdóttir
My Brother Is Pale var stofnuð árið 2009 af hollenska lagasmiðnum Matthijs van Issum.

„Ég er mjög spenntur, ég hóf þetta sólóverkefni árið 2008 þegar ég bjó enn í Hollandi. Þegar ég kom til Íslands byrjaði ég að semja tónlist og planið var að gefa út plötu árið 2009 en það plan gekk ekki alveg upp,“ segir Matthijs og hlær.

Sveitin gekk í gegnum talsverðar mannabreytingar til ársins 2013 og í kjölfar þeirra þróaðist og breyttist hljómur hennar en sveitin hóf upptökur á sinni fyrstu plötu, sem kemur út í byrjun september og ber nafnið Battery Low, árið 2013 og gaf í kjölfarið út smáskífu en í upptökuferlinu umbreyttist lagalisti plötunnar og sveitin samdi nýtt efni.

„Það er platan sem kemur út í september og ég get ekki beðið eftir að hún komi út,“ segir hann glaður í bragði.

Í dag kemur út smáskífan Fields/I Forgot, endurhljóðblöndun af upprunalega laginu eftir tónlistarmanninn Tonik og einnig myndband við lagið en það er fyrsta smáskífan af þessari fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem kemur einungis út á stafrænu formi á öllum helstu tónlistarveitum en sveitin er þegar farin að huga að efni á aðra plötu sína.

Meðlimir My Brother Is Pale eru þeir Atli Valur Jóhannsson, Ástvaldur Axel Þórisson, Emil Svavarsson, Valbjörn Snær Lilliendahl og Matthijs van Issum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×