Innlent

Friði hval fyrir veiði í Faxaflóa

Ingvar Haraldsson skrifar
Hvalaverndunarsamtökin vilja að hvalveiðar verði bannaðar í Faxaflóa.
Hvalaverndunarsamtökin vilja að hvalveiðar verði bannaðar í Faxaflóa.
Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á sjávarútvegsráðherra að loka Faxaflóa fyrir frekari veiðum á hrefnu. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að þegar hafi 34 hrefnur verið veiddar í og við Faxaflóa á yfirstandandi vertíð. Það sé fimm fleiri en í heild í fyrra.

Hvalaskoðunarsamtökin segja að hrefnum í flóanum fækki jafnt og þétt. „Fyrir liggur krafa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar, studd af öllum flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur, um að Faxaflóinn verði gerður að griðasvæði hvala. Hvalaskoðun er stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og því er hér mikið í húfi.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×