Innlent

Fréttatíminn hefur göngu sína

Jón Kaldal er ritstjóri Fréttatímans.
Jón Kaldal er ritstjóri Fréttatímans.

Nýtt helgarblað, sem á að heita Fréttatíminn, hefur göngu sína í næsta mánuði og á að koma út á föstudögum.

Í tilkynningu segir að það eigi að flytja nýjustu fréttir, ítarlegar fréttaskýringar um málefni líðandi stundar og leggja rækt við viðtöl við áhugavert fólk af öllu tagi.

Eigendur eru starfsmenn blaðsins. Ritstjóri er Jón Kaldal, Óskar Hrafn Þorvaldsson er frétastjóri og framkvæmdastjóri er Teitur Jónasson. Blaðið verður prentað í 82 þúsund eintökum og dreift frítt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×