Lífið

Frægir fjölmenna til Feneyja

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum er nú í fullum gangi en hún hófst 27. ágúst og stendur til 6. september. 

Þetta er í 71. sinn sem hátíðin er haldin en kvikmyndin Birdman úr smiðju Alejandro González Iñárritu var opnunarmynd hátíðarinnar.

Í þetta sinn eru það bandarísku kvikmyndagerðarmennirnir Thelma Schoonmaker og Frederick Wiseman sem fá verðlaun fyrir ævistarfið.

Leikkonan Uma Thurman mætti í teiti á vegum Chopard og Vanity Fair.
Stórleikarinn Al Pacino stillir sér upp með Camila og Lucila Sola á frumsýningu The Humbling en í henni leikur hann aldraðan leikara sem hefur misst sjarmann.
Kirsten Dunst, Kate Mara og Lena Dunham náðu vel saman á frumsýningu Miu Miu Women’s Tales #7 - #8.
Leikarinn Viggo Mortensen afslappaður í Feneyjum.
Leikkonan Emma Stone baðaði sig í frægðarljómanum á opnunarathöfninni.
Fyrirsætan Alessandra Ambrosio lætur sig ekki vanta á rauða dregilinn.
Kathryn Hahn og Owen Wilson á frumsýningu myndarinnar She‘s Funny That Way.
Charlotte Gainsbourg geislaði á frumsýningu 3 Coeurs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×