Fótbolti

Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Englendingar fagna brotthvarfi Blatters.
Englendingar fagna brotthvarfi Blatters. vísir/getty
Eftir að hafa unnið forsetakosningar FIFA í fimmta sinn síðastliðinn föstudag og það með miklum yfirburðum kom Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, öllum á óvart í gær þegar hann sagði af sér.

Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna hann tók þess ákvörðun, en samkvæmt fréttastofu ABC í Bandaríkjunum er hann í hópi þeirra sem grunaðir eru um spillingu í rannsókn bandarískra yfirvalda.

Sjá einnig:Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt

Blatter var endurkjörinn í skugga gríðarlegra spillingarmála, en sjö háttsættir embættismenn FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið í síðustu viku.

Engin þjóð er ánægðari með brotthvarf Blatters heldur en England, en enska knattspyrnusambandið og Blatter eru engir vinir.

Enski blöðin fögnuðu mikið á forsíðum blaða sinna og íþróttablaðanna eins og sjá má hér að neðan.

Daily Mirror: Frábær dagur fyrir fótboltann The Sun: Náðum honum Express og Star voru með sama orðaleikinn: Metro: Nú skulum við snúa okkur að Katar Independent: Rekinn út af Guardian: Blatter gengur burt

Tengdar fréttir

FIFA skellir skuldinni á látinn mann

FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×