Fótbolti

Frábær byrjun hjá stelpunum í Portúgal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar voru kátar eftir sigurinn góða á Svíum.
Stelpurnar voru kátar eftir sigurinn góða á Svíum. mynd/ksí
U-17 ára landslið kvenna í fótbolta fer vel af stað í milliriðli Evrópumótsins en í dag unnu stelpurnar 1-0 sigur á Svíum.

Stefanía Ragnarsdóttir, leikmaður Þróttar, skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu. Nokkrum mínútum var hún nálægt því að bæta öðru marki við en skaut í stöng.

Milliriðilinn er leikinn í Portúgal. Á fimmtudaginn mæta íslensku stelpurnar Spáni og á sunnudaginn leikur Ísland gegn Portúgal.

Sigurliðið í riðlinum kemst í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem leikin er í sumar og eitt lið með bestan árangur í milliriðlunum fer einnig beint í úrslitakeppnina.

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:

Markvörður: Birta Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður: Eygló Þorsteinsdóttir

Vinstri bakvörður: Daníela Dögg Guðnadóttir

Miðverðir: Guðný Árnadóttir og Sóley María Steinarsdóttir

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir (fyrirliði), Stefanía Ragnarsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir

Hægri kantur: Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (77. Karólína Jack)

Framherji: Sveindís Jane Jónsdóttir (52. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×