Innlent

Forvarnir gegn heimilisofbeldi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir
Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis sem skipað var af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun í dag standa fyrir námskeiði á Eskifirði um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi.

Tilgangur námskeiðsins er að miðla þeirri þekkingu sem skapast hefur í tengslum við samstarfsverkefni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum og félagsþjónustu sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Markmið verkefnisins er meðal annars að bæta rannsóknir í málum er varða heimilisofbeldi.

Fleiri námskeið eru fyrirhuguð víðar um land. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×