Fótbolti

Forsetinn kærður fyrir skattsvik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Franz Beckenbauer og Uli Höness (til hægri).
Franz Beckenbauer og Uli Höness (til hægri). Nordicphotos/Getty
Uli Höness, forseti þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, sætir ákæru vegna meintra skattsvika.

BBC greinir frá þessu en þýsk skattayfirvöld hafa haft Höness til rannsóknar í lengri tíma. Lögfræðingar hans hafa einn mánuð til þess að bregðast við ákærunni áður en dómstóll í München ákveður um framvindu málsins.

Höness, sem varð heimsmeistari með V-Þýskalandi árið 1974 og var mikill markaskorari, gaf sig fram við skattayfirvöld fyrr á árinu vegna bankareiknings í Sviss sem hann hafði ekki talið fram.

Bayern München eru ríkjandi Evrópumeistarar í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×