Innlent

Forseti ASÍ boðar hörku í kjaraviðræðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Forseti Alþýðusambandsins segir allt benda til að sú tilraun sem gerð hafi verið með kjarasamningum á almennum markaði í fyrra hafi mistekist. Ljóst sé að núverandi ríkisstjórn sé fyrir ríka fólkið í landinu og verkalýðshreyfingin verði að beita afli sínu til að forða því að Ísland verði land misskiptingarinnar.

Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hófst í dag. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ minnti á það í setningarræðu sinni að launafólk hefði glatað fjórðungi kaupmáttar síns í hruninu. Hann fór yfir gerð síðustu kjarasamninga sem mörg aðildarfélaga ASÍ felldu vegna tortryggni í garð stjórnvalda. Þeir samningar hafi verið tilraun til lngtíma sáttar á vinnumarkaði.

„Í aðdraganda samninganna settum við fram ýmsar kröfur og Forsendur fyrir slíkri sátt, bæði gagnvart atvinnurekendum, Félögum okkar í öðrum samtökum launafólks og síðast en Ekki síst gagnvart stjórnvöldum,“ sagði Gylfi.

Síðan rakti Gylfi hvernig forsendur þessa vopnahlés hefðu smátt og smátt brostið með samningum sem ríki og sveitarfélög gerðu við einstaka hópa sem gáfu mun meiri launahækkanir en samið hafði verið um á almennum markaði. Þá hefðu stjórnvöld rofið friðinn með margvíslegum aðgerðum í skattamálum og hækkun gjalda og niðurskurði. Þá hefðu stjórnendur fyrirtækja skammtað sjálfum sér veglegar launahækkanir.

„Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að kveða niður verðbólguna a.m.k. tímabundið, þá bendir allt til þess að sú tilraun sem gerð var með samningunum í desember 2013 hafi mistekist. Í stað þess að uppskera eins og sáð var til, stöndum við frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og breyttri samningsstöðu,“ sagði Gylfi.

Forseti ASÍ sagði að vaxandi misskipting og aðför að velferðarkerfinu hefði fært samskipti á vinnumarkaði aftur um áratugi og gaf í skyn að farið yrði fram af hörku við gerð samninga í vor.

„Nú er einfaldlega komið nóg. Það er ljóst að ríkisstjórnin er fyrir ríka fólkið og verkalýðshreyfingin verður að beita afli sínu til að Forða því að Ísland framtíðarinnar verði land misskiptingar og

Glataðra tækifæra. Land þar sem fyrirtækjum og efnafólki eru Hyglað á kostnað alls almennings,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson við setningu þings ASÍ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×