Lífið

Fólkið á Sónar: Man ekki hvað íslensku böndin heita

Guðný Hrönn skrifar
Leo á erfitt með að muna nöfnin á íslensku hljómsveitunum.
Leo á erfitt með að muna nöfnin á íslensku hljómsveitunum. Vísir/Eyþór
Leo er frá Frakklandi en býr þessa stundina  í New York. Hann er kominn til til Íslands til að skoða land og þjóð og auðvitað til að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar.

„Já, við völdum einhverja listamenn og bönd, en ég er búinn að gleyma hvað þetta heitir,“ segir Leo aðspurður hvort að hann sé búinn að ákveða hvað hann ætlar að sjá á hátíðinni. „Við reyndum að leita uppi íslenska tónlist en munum svo líklegast kynnast einhverju nýju.“

„Samaris og GusGus, við fórum vel í gegnum þetta en ég get ekki munað nöfnin,“ segir hann þegar hann er beðinn um að reyna að rifja upp hvaða íslensku bönd hann er búinn að vera að hlusta á.

„Já, alveg klárlega, það var einmitt tilgangurinn,“ segir Leo aðspurður hvort að hann sjái fram á að láta koma sér á óvart á hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×