Lífið

Fólk eyðir meiri tíma á Facebook en með vinum sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Facebook er orðið gríðarlega stór hluti af lífi fólks.
Facebook er orðið gríðarlega stór hluti af lífi fólks. vísir/getty
Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára.

Nýjar rannsóknar benda til þess að fólk eyði meiri tíma á Facebook en með vinum sínum. Þetta kemur fram á vefsíðunni Market Watch. Í kynningu Facebook í gærkvöldi kom fram að fólk eyði um 50 mínútum á Facebook að meðaltali á hverjum einasta degi. Þetta er meira en meðal Bandaríkjamaður eyðir með vinum sínum.

Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna í gær. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum.


Tengdar fréttir

Zuckerberg geri allt rétt

Árangur Facebook er betri en greinendur gerðu ráð fyrir og hagnaður fyrirtækisins jókst um rúman helming á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×