Innlent

Fólk á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í ósamþykktum íbúðum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Viðhorfið var að þeir sem eru á leigumarkaði séu kommúnistar,“ segir hann og vísar þar til orða Gunnars Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra landsins. Þetta viðhorf hafi lítið breyst.
"Viðhorfið var að þeir sem eru á leigumarkaði séu kommúnistar,“ segir hann og vísar þar til orða Gunnars Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra landsins. Þetta viðhorf hafi lítið breyst. VÍSIR/VILHELM
Fátækrahverfin eru þegar risin að sögn Hólmsteins Brekkan, framkvæmdastjóra samtaka leigjenda og vísar hann þar til leigumarkaðsins og ástandsins á honum sem er að hans sögn afar slæmt.

Með fátækrahverfum segist Hólmsteinn eiga við fólkið sem búi á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í ósamþykktum íbúðum, ósamþykktum bílskúrum og iðnaðarhúsnæði. „Ég heyrði meira að segja af fólki í gær sem býr í hesthúsi þar sem hefur verið komið upp einhverskonar svefnaðstöðu,“ segir hann.

Hann segir engar tölur til um það hversu margir búi í slíku húsnæði. Ein ástæðan sé meðal annars sú að mikið sé um að fólk geri svokallaða svarta leigusamninga. Þegar um ósamþykkt íbúðarhúsnæði sé að ræða sé hvatinn til þess að gefa upp leiguna lítill. Fólk fái ekki greiddar húsaleigubætur af leiguverði slíks húsnæðis.

Viðhorfið á Íslandi hafi alltaf verið að fólk eigi frekar að kaupa sér húsnæði en að leigja. „Viðhorfið var að þeir sem eru á leigumarkaði séu bara kommúnistar,“ segir hann og vísar þar til orða Gunnars Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra landsins. Þetta viðhorf hafi lítið breyst.

Hér á landi hafi því aldrei verið gefið neitt færi á því að byggja upp heilbrigðan leigumarkað. Hann nefndir að í löndum í kringum okkur sjái sveitarfélög eða samvinnufélög um rekstur leigufélaga. Það veiti einkageiranum á leigumarkaðnum aðhald. Slíkt sé nauðsynlegt enda augljóst eins og staðan sé hér á landi að einkageirinn sé ekki að sinna þeim þörfum sem almenningur eigi rétt á. 

Hólmsteinn Brekkan var einnig gestur í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið í morgun þar sem hann ræddi um leigumarkaðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×