Innlent

Flytja ÞSSÍ þvert á tillögur starfsmanna

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þróunuarsamvinnustofnun sér um tvíhliða samninga við þrjú lönd, þar á meðal í Úganda.
Þróunuarsamvinnustofnun sér um tvíhliða samninga við þrjú lönd, þar á meðal í Úganda. Mynd/Gunnisal
Gunnar Bragi Sveinsson mun leggja fram frumvarp þess efnis að starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar (ÞSSÍ) verði flutt inn í utanríkisráðuneytið.

Ástæður segir ráðherra vera aukið eftirlit, að setja tvíhliða og marghliða samstarfssamninga undir einn hatt og nýta betur starfsfólk og þar með einnig fjármuni. Ákvörðunina tók hann samkvæmt meginniðurstöðu skýrslu Þóris Guðmundssonar um fyrirkomulag þróunarsamvinnu.

ÞSSÍ sendi frá sér athugasemdir vegna skýrslunnar í júní. Þar eru efasemdir reifaðar um að fagleg dýpt og geta aukist við flutninginn. Mikilvægasti punkturinn er þó að verkaskiptingu sé haldið á milli stofnunarinnar og ráðuneytis.



Gunnar Bragi sveinsson utanríkisráðherra
„Við gerðum tillögu um að fara í aðra átt,“ segir Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ. „Að allt sem heiti framkvæmd yrði áfram hjá stofnuninni og ráðuneytið sæi um stefnumótun og eftirlit.“

Engilbert segir einnig að samkvæmt nýlegri, hollenskri rannsókn komi það niður á fagmennsku að tengja þróunarsamvinnu svo mikið við diplómatíska vinnu. 



Í rökstuðningi sínum bendir Gunnar Bragi einnig á aðrar skýrslur. „Þetta er fjórða skýrslan sem skrifuð er um þessi mál og í þeim öllum hefur verið lagt til að þessi leið sé farin,“ segir Gunnar Bragi. 

Árið 2008 gerði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur aftur á móti viðamikla skýrslu um þróunarsamvinnu. Þar er lagst eindregið gegn því að starfsemi ÞSSÍ verði felld inn í ráðuneytið.

Helstu rök gegn sameiningu eru að hún myndi veikja faglega stefnumótunarvinnu í málaflokknum og draga úr möguleikum ráðuneytisins á innra aðhaldi við ákvarðanatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×