Innlent

Flytja 500.000 tonn af jarðvegi

stefán rafn sigurbjörnsson skrifar
Öryggið í fyrirrúmi. Byrjað er að girða af framkvæmdavæðið við Hlíðarenda í Reykjavík. Til verksins er sagt þurfa um 1.200 metra af girðingarefni.
Öryggið í fyrirrúmi. Byrjað er að girða af framkvæmdavæðið við Hlíðarenda í Reykjavík. Til verksins er sagt þurfa um 1.200 metra af girðingarefni. Fréttablaðið/GVA
„Það fara í þetta 1,2 kílómetrar af girðingarefni,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Reykjavíkurborg stendur að viðamikilli uppbyggingu á Hlíðarendareit í Vatnsmýrinni en reiturinn allur verður afgirtur. „Það verður auðvitað að hafa öryggið í fyrirrúmi við svona framkvæmdir. Ég held að þetta séu um 10 milljónir króna sem fara bara í girðingarefni,“ segir Brynjar.

Jarðvegsframkvæmdir eru byrjaðar á svæðinu en gert er ráð fyrir að flytja þurfi á brott um 500.000 tonn af mold. Þá munu á svæðinu rísa 600 íbúðir og 75 þúsund fermetra rými undir atvinnuhúsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×