Innlent

Flughált á Holtavörðuheiði

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/vilhelm
Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa en það er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins á Fróðárheiði.

Flughált er á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði en einnig eru sumstaðar hálkublettir í Dölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Nokkur hálka er á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum og á sunnanverðum fjörðunum en Djúpið er autt.

Flughált er í Hrútafirði og yfir Hrútafjarðarháls. Annars hefur mikið tekið upp á Norðurlandi þótt sumstaðar séu hálkublettir, einkum austan til. Hálka er í Mývatnssveit.

Hálkublettir eru á fáeinum fjallvegum á Austurlandi. Þoka er á Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×