Innlent

Fleiri störf verða til með bættri nýtingu auðlinda

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Náttúrufegurð er auðlind, segir forstjóri Umhverfisstofnunar.
Náttúrufegurð er auðlind, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. VÍSIR/PJETUR
Með skilvirkari auðlindanýtingu geta skapast fleiri störf og nýsköpun aukist. Þetta er ein af niðurstöðum nýrrar skýrslu EEA, Umhverfisstofnunar Evrópu, sem greint er frá á vef Umhverfisstofnunar Íslands.

Í skýrslunni er tekið fram að Evrópusambandið þurfi að gera gagngerar breytingar á efnahagskerfi aðildarríkjanna ætli það að ná langtímamarkmiðum sínum í umhverfismálum.

Bent er á að nýsköpun sé líklega einn mikilvægasti hvatinn til að nýta auðlindir á skilvirkari hátt. Önnur leið til að auka skilvirkni auðlindanýtingar gæti verið að draga úr sköttum á vinnuafli eins og tekjuskatti og leggja þess í stað skatta á óskilvirka auðlindanotkun og umhverfismengun.

Kristín Linda Árnadóttir
Til þess að leggja á slíka skatta hér þyrftu góðar upplýsingar um það sem er að gerast í þjóðfélaginu að liggja til grundvallar, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

„Það þarf góða tölfræði og góðan skilning á því hvernig kerfið spilar saman. Í því samhengi má til dæmis nefna að malarvinnsla er auðlind og náttúrufegurðin í landinu okkar er auðlind sem ferðaþjónustan tengist.“

Kristín Linda bendir á að Umhverfisstofnun hafi undanfarin ár minnt á mikilvægi græna hagkerfisins og grænnar nýsköpunar.

„Í fiskiðnaðinum er farið að fullnýta hráefnið. Við viljum sjá þessa þróun í öðrum greinum.“

Þorsteinn Ingi Sigfússon
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir stefnt að meira samspili fyrirtækja í auðlindagörðum, eins og hann orðar það.

„Úrgangur eins aðila verður þá hráefni annars. Gott dæmi um þetta eru verkefni sem við vinnum með álverunum.

Unnið er að því að reyna að endurvinna úr kerbrotum, sem eru úrgangsfóðringar álkera, og álgjalli, sem er afgangsstærð við rekstur álkera, efni sem nota má sem hráefni í steinull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×