Innlent

Fleiri óska eftir kynleiðréttingu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sífellt fleiri leita til Landspítalans og óska eftir kynleiðréttingaferli. Áður fyrr óskuðu um tveir á ári eftir aðstoð, en talan er nú komin upp í níu.
Sífellt fleiri leita til Landspítalans og óska eftir kynleiðréttingaferli. Áður fyrr óskuðu um tveir á ári eftir aðstoð, en talan er nú komin upp í níu. vísir/valli
Sífellt fleiri leita til Landspítalans og óska eftir kynleiðréttingaferli. Yngra fólk leitar nú slíkrar aðstoðar í auknum mæli og hefur gríðarleg aukning orðið á meðal transkvenna.

Þetta kom fram í máli Elsu Báru Traustadóttur sálfræðings sem situr í transteymi Landspítalans, á Læknadögum í Hörpu í gær. Hún sagði að áður fyrr hafi um tveir á ári beðið um meðferð. Nú sé talan komin upp í níu.

„Ungar konur leita aðstoðar og segjast vilja fá þessa aðstoð til þess að geta lifað sem karlmenn. Það sama er að gerast í Evrópu og út um allan heim. Það er gríðarleg aukning meðal transmanna, en það var miklu miklu sjaldgæfara en transkonur,“ sagði Elsa.

„Við heyrum fólk stundum segja „hann, hún eða það er hér“, jafnvel frá aðstandendum. Það vill enginn vera kallaður „það“.vísir
Hún tók það fram að ekki allt transfólk óski eftir að ganga alla leið í kynleiðréttingaferlinu. Sumir gangi einungis í gegnum hormónameðferð og/eða fari í brjóstnám. „Fólk finnur bara sína leið,“ sagði hún.

Elsa sagði ýmsa sigra hafa verið unna. Margt hafi breyst á undanförnum árum – vonandi til bóta. Áður fyrr hafi fólk þurft að lifa í eitt ár í sínu rétta kynhlutverki, þ.e transkonur þurftu að lifa lífinu sem konur án hormónameðferðar, áður en þær gátu farið í hormónameðferð. Nú tekur greiningarferlið sex mánuði og ekki er gerð krafa um að fólk skipti um kynhlutverk fyrr en það kýs svo. „Við hvetjum gjarnan fólk til þess að byrja að einhverju leyti, eins og það treystir sér til, en að öðru leyti er ferlið svipað og það var. En það er í stöðugri endurskoðun.“

Há tíðni þunglyndis og kvíðaraskana

Hún sagði greiningarferlið afar mikilvægt. Það sé meðal annars framkvæmt af sálfræðingum og geðlæknum, enda sé tíðni þunglyndis, kvíðaraskana og sjálfsvíga á meðal transfólks mun hærri en almennt sé. „Erlendar rannsóknir sýna einnig að transfólk er útsettra fyrir ofbeldi af einhverju tagi; einelti, kynferðisofbeldi, nauðgun og hvers konar misnotkun eins og í vændi og klám.“

Fordómar eru viðvarandi víðast hvar að sögn Elsu. Þó virðist transfólk upplifa minni fordóma á Íslandi en annars staðar í heiminum. „Eftir því sem ég best veit virðist fólk hér ekki upplifa mikla fordóma, ekki eins og til dæmis í Bandaríkjunum,“ sagði hún og hvatti fólk til að vanda orðalag þegar komi að umræðum um transfólk.

„Við heyrum fólk stundum segja „hann, hún eða það er hér“, jafnvel frá aðstandendum. Það vill enginn vera kallaður „það“.


Tengdar fréttir

Gera þurfi betur í bólusetningum barna

Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem




Fleiri fréttir

Sjá meira


×