Lífið

Fjöldi listamanna syngur baráttusöng til stuðnings Endurreisn

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldi listamanna hafa tekið höndum saman og sungið saman lagið Samferða, baráttusöng til stuðnings undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar, Endurreisn til styrktar heilbrigðiskerfinu.

Rúmlega 82 þúsund manns hafa nú skrifað undir á síðunni endurreisn.is.

Þeir listamenn sem skrifa undir áskorunina eru Magnús Eiríksson, Ellen Kristjánsdóttir, Mugison, KK, Þorsteinn Einarsson, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Lay Low, Sigríður Thorlacius, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Elín, Elísabet og Sigríður Eyþórsdætur (SísýEy), Viktor Orri Árnason, Örn Eldjárn, Högni Egilsson, Pálmi Gunnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Arnþór Örlygsson, Jón Gústafsson, Ólafur Rögnvaldsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Tónar og trix.

Sjá má myndbandið í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×