Innlent

Fíkniefnasalar í Laugardal

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði um klukkan sjö í gærkvöld afskipti af pari í Laugardal vegna vörslu fíkniefna. Áður hafði borist tilkynning um að parið væri að selja fíkniefni.

Þá voru nokkrir ökumenn teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Þar á meðal sautján ára stúlka sem stöðvuð var við Tungnaveg, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt dagbók lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldris.

Upp úr miðnætti var bifreið stöðvuð á Kringlumýrarbraut eftir hraðamælingu, en ökumaðurinn var jafnframt grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Að lokum var einn stöðvaður á Bústaðavegi. Ökumaðurin var grunaður um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×