Íslenski boltinn

FH notaði ólöglegan mann og fær nýjan mótherja - 8 liða úrslitin klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason. Vísir/Daníel
Nú er endanlega ljóst hvaða félög mætast í átta liða úrslitum A deildar Lengjubikars karla í fótbolta en tveir leikir breyttust á síðustu stundu eftir að FH-ingar töpuðu leik á því að nota ólöglegan leikmann.  

FH vann 3-2 sigur á Fjölni í riðlakeppninni en Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, átti þá að taka út leikbann og því tapar FH leiknum 3-0.

Þórsara enduðu þar með ofar en FH í riðlinum og bæði fá því "nýjan" móherja í átta liða úrslitunum sem fara fram í þessari viku.

FH átti fyrsta að mæta Keflavík en mætir nú Stjörnunni en Þórsarar mæta í staðinn Keflvíkingum. Þetta þýðir líka að FH mætir KR í undanúrslitunum komist bæði liðin upp úr átta liða úrslitunum.

Þrír leikir fara fram miðvikudaginn 16. apríl og einn leikur fimmtudaginn 17. apríl.  Undanúrslitin fara fram mánudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn fer síðan fram 24. apríl.



Úrslitakeppnin í Lengjubikar karla í fótbolta 2014:

8-liða úrslit

Þór - Keflavík               16.4.2014         18:00    Boginn

Breiðablik - Víkingur R.16.4.2014         19:00    Fífan

Stjarnan - FH                16.4.2014         19:00    Samsung völlurinn

KR - Fylkir                     17.4.2014         13:00    KR-völlur

Undanúrslit

Þór/Keflavík - Breiðablik/Víkingur R       21.4.2014         19:00   

KR/Fylkir - Stjarnan/FH                          21.4.2014         19:00   

Úrslitaleikur

24.4.2014         19:00  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×