FH gerđi góđa ferđ í Reykjaneshöllina

 
Íslenski boltinn
13:33 18. MARS 2017
Atli Viđar Björnsson skorađi fjórum mínútum eftir ađ hann kom inn á.
Atli Viđar Björnsson skorađi fjórum mínútum eftir ađ hann kom inn á. VÍSIR/STEFÁN
Guđmundur Marinó Ingvarsson skrifar

FH er komið á topp riðils 1 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Keflavík í Reykjaneshöllinni í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus en mörkum rigndi í seinni hálfleik.

Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom FH yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks.

Sex mínútum síðar jafnaði Leonard Sigurðsson metin með óverjandi skoti af löngu færi efst í markhornið.

Þremur mínútum síðar kom Steven Lennon FH yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu.

Halldór Orri Björnsson gerði út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með viðstöðulausu skoti en Adam Árni Róbertsson hafði þó tíma til að minnka muninn á þriðju mínútu uppbótartíma.

Upplýsingar af gangi leiksins voru fengnar af Fotbolti.net


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / FH gerđi góđa ferđ í Reykjaneshöllina
Fara efst