Íslenski boltinn

FH fær leyfi til að ræða við Bergsvein

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bergsveinn, lengst til hægri, í baráttu við Albert Brynjar Ingason, leikmann Fylkis.
Bergsveinn, lengst til hægri, í baráttu við Albert Brynjar Ingason, leikmann Fylkis. Vísir/Valli
FH hefur augastað á Bergsveini Ólafssyni, miðverði og fyrirliða Fjölnis, en félagið hefur fengið leyfi frá Grafarvogsfélaginu til að ræða við Bergsvein.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Bergsveinn hefur verið í lykilhlutverki hjá Fjölni undanfarin fimm tímabil og var einn besti miðvörður Pepsi-deildar karla í sumar.

„FH hefur fengið leyfi til að ræða við mig og er eina félagið sem hefur fengið leyfi til þess, að því er ég best veit,“ sagði Bergsveinn sem ætlar ekki að ákveða næsta skref í flýti.

Bergsveinn hefur verið orðaður við fleiri félög í Pepsi-deildinni auk þess sem að Fjölnir hefur mikinn áhuga á að halda sínum manni. Bergsveinn, sem er 23 ára, verður samningslaus þann 20. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×