Lífið

Fermetrinn á tæpa milljón: Ósamþykkt stúdíóíbúð til sölu á sextán milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Smekkleg íbúð.
Smekkleg íbúð.
Fasteignasalan Miklaborg er með ósamþykkta stúdíó íbúð á frábærum stað í miðbænum á söluskrá og er kaupverðið 15,9 milljónir. Það gerir um 850 þúsund krónur á hvern fermetra.

Íbúðin er mjög snyrtileg ef marka má myndirnar sem fylgja fasteignaauglýsingunni en hún er á jarðhæð og skiptist í eldhús, baðherbergi og alrými.

Eignin er um nítján fermetrar og er fasteignamatið 11,3 milljónir en brunamótamatið er 5,8 milljónir en íbúðin er við Öldugötu 54 í miðborg Reykjavíkur.

Fyrir minni upphæð er hægt að kaupa 175 fermetra einbýlishús í Súðavík sem var byggt árið 1996 og er fjögurra herbergja eins og sjá má hér.

Hér að neðan má skoða myndir innan úr íbúðinni við Öldugötuna.

Íbúðin er í þessu húsi.
Vel skipulögð íbúð.
Snyrtilegur eldhúskrókur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×