Innlent

Ferðamaðurinn sem lést var um tvítugt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki talið að slysið hafi borið að með saknæmum hætti.
Ekki talið að slysið hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir/Stefán
Ferðamaðurinn sem lést í bílslysi við Kirkjubæjarklaustur í síðustu viku var um tvítugt, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greint var frá því fyrr í dag að konan var frá Hong Kong.

Konan var farþegi í jepplingi sem ferðafélagi hennar ók í austur að Kirkjubæjarklaustri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ökumaður bílsins breskur ríkisborgari.

Lögreglan á Suðurlandi er með málið í rannsókn og samkvæmt upplýsingum þaðan eru ekki vísbendingar um að slysið hafi borið að með saknæmum hætti; til að mynda vegna áfengisneyslu eða hraðaksturs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×