Innlent

Fékk óvænt á þriðju milljón króna og skilaði ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flestir tækju því væntanlega fagnandi að fá á þriðju milljón króna óvænt inn á bankareikninginn sinn.
Flestir tækju því væntanlega fagnandi að fá á þriðju milljón króna óvænt inn á bankareikninginn sinn. Vísir/Rósa Jóhannsdóttir
45 ára gamall viðskiptavinur Landsbankans fékk óvænt tvær milljónir og sex hundruð og fimmtíu þúsund krónur lagðar inn á reikning sinn í nóvember 2014. Upphæðin átti hins vegar ekki að fara til hans heldur rataði þangað fyrir mistök.

Maðurinn lét ekki vita af mistökunum heldur tók peningaupphæðina útaf reikningi sínum í reiðufé.

Ákæra á hendur manninum var gefin út þann 13. september síðastliðinn fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár, með því að hafa kastað eign sinni á pening sem hann fékk fyrir mistök. Maðurinn játaði brot sit skýlaust fyrir dómi.

Var hann dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi en sakaferill mannsins hafði ekki áhrif á ákvörðun refsingarinnar. Maðurinn þarf að endurgreiða peningana.

Dóminn í heild má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×