Lífið

Fátækir gefa ríkum heimilistæki

Bjarni hvetur alla til þess að mæta á Þorláksmessu
Bjarni hvetur alla til þess að mæta á Þorláksmessu Vísir/Ernir
„Fyrir mér á Alþingi að vera virðulegt og það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði, hvort sem það er í gríni eða alvöru, missti marks. Þetta er ekki staðurinn til þess að fara í pontu og segja svona,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson háskólanemi.

Hann vitnar þar í orð Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að það yrði öllum til hagsbóta ef hinir efnaminni gætu keypt heimilistæki af þeim efnameiri á hagstæðu verði, áður en breytingar á virðisaukaskatti gengju í gegn.

Egill stendur fyrir gjörningnum „Fátæka fólkið gefur ríka fólkinu heimilistæki“ sem haldinn verður á Þorláksmessu fyrir utan Alþingishúsið. „Ég var eitthvað latur að læra og ákvað að búa til þennan atburð. Þetta vatt svo upp á sig og er orðið nokkuð stórt.“

Hann vonar innilega að þetta hafi verið kaldhæðni hjá Vilhjálmi. „Það er alltaf hægt að nota kómík og grín, en mér finnst samt vert að benda á að ef þetta er hugsunin hjá efnaðra fólki þá er eitthvað alvarlegt að,“ segir Egill, sem hvetur alla til þess að mæta með notuð heimilistæki.

En hvernig ætlar hann að ganga frá því sem safnast upp? „Nú, ríka fólkið kemur auðvitað og tekur þetta,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×