FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 20:07

Áfall fyrir Trump: Hćtt viđ atkvćđagreiđslu vegn Trumpcare

FRÉTTIR

Fasteignamat í gamla Vesturbćnum hćkkar um allt ađ 30 prósent

 
Innlent
19:15 09. FEBRÚAR 2016

Íbúðaverð í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur hefur hækkað um allt að 30 prósent frá því í fyrra miðað við fasteignamat þessa árs. Mikil eftirspurn og breytingar á hverfinu hafa hækkað fermetraverðið sem er komið yfir 500 þúsund krónur í dýrustu eignunum.

Á undanförnum fimm til tíu árum hafa átt sér stað miklar breytingar á hverfinu við og fyrir ofan gömlu höfnina. Icelandair hóf þar nýlega rekstur á stóru hóteli og mikill fjöldi veitingastaða hefur opnað á svæðinu á undanförnum árum. Þetta hefur haft sín áhrif á fasteignamatið og fasteignaverðið.

Fasteignamat á íbúðarhúsnæði fyrir þetta ár hækkar vel yfir meðaltalinu, eða um 12,7 prósent vestan Bræðraborgarstígs, 10,8 prósent frá Tjörninni að Snorrabraut en um 16,9 prósent frá Bræðraborgarstíg að Tjörninni.

Ingi Finnsson, sviðsstjóri mats- og hagsviðs Þjóðskrár, segir íbúðaverð því að meðaltali að hækka mest í gamla Vesturbænum ofan við gömlu höfnina.

Er algengt að svo mikil hækkun eigi sér stað á fasteignamatinu á milli ár?

„Nei, þetta hverfi sker sig úr hvað þetta varðar. Flest önnur hverfi eru nær meðaltalinu á höfuðborgarsvæðinu sem er átta prósent,“ segir Ingi.


Fasteignamat í gamla Vesturbćnum hćkkar um allt ađ 30 prósent

Fasteignamatið og um leið verðið hækkar mest eftir því sem nær dregur miðborginni og eru hækkanir um eða yfir 10 prósentum í Þingholtum, Melum, Högum og í Skerjafirði. Meðaltalshækkun á hverju matssvæði segir þó ekki alla söguna, þvi einstakar eignir innan hvers svæðis geta hækkað enn meira og sumar eitthvað minna.

„Jú, það er svolítið misjafnt eftir eignaflokkum. Það getur verið mismunandi hækkun á fjölbýli og sérbýli. Eins geta einstakar eignir verið að hækka örlítið meira. Það getur jafnvel verið 30 prósenta hækkun í þessu hverfi þótt það sé ekki algengt,“ segir Ingi.

Önnur hverfi eru líka vinsæl. Hækkanir eru hins vegar minnstar í Réttarholti, Bústaðahverfi og Kjalarnesi og lækkar beinlínis um eitt prósent í Blesugróf.

Fyrir innan við áratug var gamli Vesturbærinn notarlegt og fremur rólegt íbúðahverfi í nágrenni miðborgarinnar en nú má segja að það sé hluti hennar og teygi sig alla leið út á Granda og þar er eftirspurnin mikil eftir húsnæði.

„Það má segja það. Það er náttúrlega mikil uppbygging og þetta er það svæði sem hefur verið að hækka mest á undanförnum árum,“ segir Ingi Finnsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fasteignamat í gamla Vesturbćnum hćkkar um allt ađ 30 prósent
Fara efst