Innlent

Farsímagögn beindu leitarfólki að Ikea-svæðinu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn hafa engar vísbendingar fundið sem gætu tengst hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést frá því á laugardag. Unnið er eftir fyrirliggjandi farsímagögnum en samkvæmt þeim var slökkt á síma Birnu í Hafnarfirði og þá er einnig leitað þar sem skór hennar fundist, skammt frá höfninni sjálfri.

Lárus Steindór Björnsson, hjá svæðisstjórn björgunarsveita Landsbjargar, segir að verið sé að fínkemba svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og við Urriðaholt, sem og svæðið í kringum Ikea í Garðabæ, þangað sem farsímagögnin beindu leitarmönnum.

„Leitin hefur í sjálfu sér gengið vel. Það er búið að leita á svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn og enn verið að leita á síðustu svæðunum. Við erum búin að færa mannskapinn yfir á Urriðaholtssvæðið út frá farsímagögnum og erum bara að leita af okkur allan grun,“ segir Lárus.

„Þyrla Gæslunnar sveimaði hér yfir og þyrla Þyrluþjónustunnar sveimaði yfir Ikea og það svæði [...] Það er út frá þessum farsímagögnum sem benda kannski til að si´minn detti út og þess vegna erum við að leita þar.“

Viðtalið við Lárus Steindór má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×