Innlent

Falskur lögreglumaður á Norðurlandi eystra ræsti út alla næturvaktina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglumaðurinn hafði verið að hlusta á útvarpið í bílnum
Lögreglumaðurinn hafði verið að hlusta á útvarpið í bílnum Vísir
Söngelskur lögreglumaður á Norðurlandi eystra mun væntanlega hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur upp raust sína á lögreglustöðinni aftur.

Embættið greinir frá því að lögreglumaðurinn hafi verið nýkominn úr eftirlitsferð og verið að hlusta á útvarpið í lögreglubifreiðinni.

„Þegar hann var kominn inn á stöð og steig út úr lögreglubifreiðinni, var hann greinilega ennþá í gírnum og söng setningu úr laginu sem hann hafði verið að hlusta á "Please have mercy on me" með tilþrifum,“ segir í færslu frá lögreglunni.

Setningin er úr laginu Mercy með Shawn Mendes sem notið hefur töluverðra vinsælda á útvarpsstöðum landsins. Það má heyra hér að neðan.

Söngurinn var þó eitthvað vanstilltur hjá honum því það næsta sem hann vissi var hann fékk næturvaktina, sem var nýkomin í hús að sögn lögreglunnur, á móti honum öskrandi hvað væri eiginlega í gangi.

Eftir að hafa útskýrt hvað gengi á fékk hann að vita að „þetta hefði hljómað í gegnum vegginn eins og verið væri að ráðast á einhvern,“ eins og segir í færslu lögreglunnar.

„Hann hefur ekki gefið út hvort að hann ætli að halda söngferlinum áfram eftir þetta. En það var nokkuð hlegið af þessu.“

Færslu lögreglunnar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×