Fótbolti

Falcao getur komist aftur í heimsklassa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Falcao hress á æfingu í gær.
Falcao hress á æfingu í gær. vísir/getty
Kólumbíski framherjinn, Radamel Falcao, snýr aftur til Englands í kvöld er hann spilar með Monaco gegn Tottenham í Meistaradeildinni.

Falcao átti afar erfitt uppdráttar hjá Man. Utd og Chelsea á tveim árum í enska boltanum. Hann skoraði aðeins fimm mörk.

Hann er nú kominn aftur til Monaco sem lánaði hann til Englands. Þjálfari liðsins, Leonardo Jardim, hefur fulla trú á því að Falcao muni finna sitt fyrra form.

„Hann mun komast aftur á þann stað sem hann var með Porto og Atletico. Hann er að leggja afar hart að sér,“ sagði Jardim.

Falcao missti af fyrstu leikjum tímabilsins í Frakklandi þar sem hann var meiddur. Óvænt. Hann kom af bekknum í síðasta leik og er því í hópnum í kvöld.

„Hann hefði ekki getað spila 90 mínútur tvo leiki í röð. Hann náði góðum 25 mínútum og því er líklegt að hann komi við sögu í kvöld.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×