Innlent

Fái borgað fyrir setu í nefndum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðmundur Ari Sigurjónsson telur óréttlátt að bæjarfulltrúar fái allir sömu laun burtséð frá hversu mörgum og hvernig nefndum þeir sitja í.
Guðmundur Ari Sigurjónsson telur óréttlátt að bæjarfulltrúar fái allir sömu laun burtséð frá hversu mörgum og hvernig nefndum þeir sitja í. Fréttablaðið/Arnþór
Bæjarfulltrúi úr Samfylkingunni á Seltjarnarnesi leggur til að bæjarfulltrúum verði aftur greitt fyrir setu í nefndum. Föst laun bæjarfulltrúanna eru 26,52 prósent af þingfararlaunum alþingismanna. Það svarar til um 173 þúsund króna.

„Árið 2010 samþykkti bæjarstjórn þær forsendur fyrir fjárhagsáætlun að bæjarfulltrúar þiggja ekki laun fyrir nefndarstörf og hefur það verið samþykkt árlega síðan,“ segir í tillögu Guðmundar Ara Sigurjónssonar.

„Ég skil fullvel að bæjarstjórn hafi viljað leggja sitt af mörkum á tímum þegar blóðugur niðurskurður bitnaði á þjónustu bæjarins en ég vil þó taka til umræðu hér útfærsluna á þessum aðgerðum og hvort ekki sé tímabært, nú fjórum árum síðar, að endurskoða hana.“

Guðmundur segir brýnt „að stuðla að réttlátum greiðslum til bæjarfulltrúa eftir verkefnaálagi og auka gagnsæi út á við“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×